Í fyrra kynntist ég stelpu.
Hún átti heima á Klapparstígnum alveg eins og ég.
Ég var að rölta einn kaldan hausteftirmiðdag þegar ég sá hana.
Hún var svo falleg.
Hún var dökk á hörund með 2 gullkeðjur um hálsinn.
Hún sá mig og ég sá hana.
Þetta var ást við fyrstu sýn.
Ég gekk ákveðnum skrefum að henni og við fórum að tala saman.
Fyrst vorum við svoldið feimnar en eftir smá stund var allt slíkt horfið, það var eins og við höfðum alltaf þekkst.
Mér leið eins og ég hefði loksins fundið sálufélagan minn.
Við fórum heim til mín og settumst á sófann til að kynnast betur.
Ég gaf henni að drekka og létt nuddaði með olíu.
Hún sagðist hafa ekki fengið svona góða meðferð lengi, ég lofaði henni að svo lengi sem hún væri með mér þá fengi hún olíunudd allavega einus sinni í mánuði.
Við gerðum allt saman.
Þegar við fórum á kaffihús þá hvíslaði fólk og gjóði augunum að okkur, allir öfunduðu mig af því að vera með henni, hún var svo falleg.
Henni fannst skemmtilegast að fara á kaffihús og að dansa.
Við fórum saman í vísindaferðir, airwaves, út að borða og Kringluna.
Stundum þögðum við bara og horfðum hvor á aðra, ég var full lotningar og aðdáunar í hennar garð.
Henni fannst ekki gaman í löngum göngutúrum og ég virti það, við fórum bara stuttar ferðir.
Litirnir brúnna,hvítur og gylltur fóru henni einkar vel.
Einu sinni leyfði ég henni að fara út með vinkonu minni... ég varð ofbosðlega afbrýðissöm og fannst allt ómögulegt.
Ég átti ekkert til að fara í og lífið varð óbærilegt.
Ég beið heima eftir að hún kom aftur.
Hún lofaði að fara aldrei aftur frá mér.
Mér hlýnaði um hjartarætur.
Svo gerðist það í maí.
Einn daginn þegar ég vaknaði var hún horfin. Farin. Týnd.
Ég var eyðilögð. Ég leitaði út um allt að henni og án árangurs.
Ég sakna hennar svo mikið....
****hefur einhver séð flottu brúnu stígvélin mín????**********
Ég er orðin koffein fíkill. Ekki þar með sagt að ég drekki mikið kaffi, síður en svo, ég er að poppa pillur. Ég bjóst aldrei við að verða fíkill en ég get núna játað það!
Ég sé fram á aukið pilluát því nær sem líður prófunum....
Einn galli er reyndar að nú er miðnætti, ég er glaðvakandi og var að vaska upp og e rað spá í að fara og þurrka af....kannski ekki besta pælingin...
Bara mánuður í að prófin séu búin, mánuður í að ég geti farið að eiga félagslíf, mánuður í klippingu, mánuður í vax, mánuður í cyberkæró.....
ahhhh, mánuður helvítis og streitu en framundan en voðalega væri fínt ef hann yrði nú fljótur að líða..hmm...
Kannski er bara best að fara að sofa...
Ég las mér til um persónuleikaraskanir í dag og geðklofa.
Ég komst að því að rosalega getur uppeldi fokkað manni upp! -blame the parents- er mitt mottó, héðan í frá ætla ég að kenna öllu sem fer úrskeiðis upp á uppeldi, það er hin fínasta lausn!
White Stripes með ÖnnuK á sunnudaginn og ritgerð í klámi og áhrif þess á karlmenn sem voru agressívir fyrir....
Mér finnst þurfa að rannsaka áhrif klámmynda betur á ungt fólk. Við stelpurnar sóttum í mikið af fræðslu þaðan, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt, veit ég svosem ekki.
Ég allavega man að í mínum fyrstu skiptum þá gat ég ekki fyrir mitt litla líf haft svona hátt eins og þær höfðu. Einu sinni prófaði eg bara að hafa eins hátt og ég gat...það var nú pínu kjánalegt og ég varð svo upptekin af því að hafa hátt og stynja "vel" að ég gersamlega gleymdi því sem var í gagni og áður en ég vissi var ég á háa c-inu að feika það eins og ég ætti lífið að leysa og hann búinn, hættur að hreyfa sig og horfði greyið bara á mig emjast og þenja raddböndin....
Þetta var sko ekki svona í myndunum..
En batnandi mönnum er víst best að lifa....
Ég held að ég hafi ekki vitað ég væri að feika það...ég meina, 14 ára....það væri rosalegur árangur að vera fá fullnægingar hægri vinstri á þeim aldri....
en það komu tímar og það komu ráð... sem betur fer var ég bara með sama stráknum... elskan var svo skilningsríkur...
Ég get samt ekki ímyndað mér þessar stelpur í 9 og 10 bekk í dag sem eru að reyna að halda í einhvern meydóm með því að vera í anal.... þetta er bara ekki eðlilegt!
Fyrir hvern þann sem ber upp þá ósk við mig þá svara ég bara kvidd pró kvó mister! ef eitthvað á að fara upp í rassinn á mér þá skal það líka fara upp í rassinn á þér!
að þessu leytinu eru kynin nefnilega alveg eins, það bara á ekkert að vera að flækjast þarna upp eftir...
er ég kannski orðin og gróf og að ganga fram af einhverjum? oh well, lesið á eigin ábyrgð.
Kannksi get ég gert fyrir kynfræðslu það sem Þorgrímur Þráins gerði fyrir reykingar...
dadadada! Sigga to the rescue!
Stelpur fáum fullnægingar og látum ekki taka okkur í rass!!
(þó hafi hver sína hentisemi í því, svo lengi sem hringvöðvinn helst heill og gæinn þvoir sér vel á eftir!).
Mér finnst að það þurfi að kenna stelpum svona hina og þessa hluti. Kynfræðslan var ofboðslega steríl og kenndi mér ekki neitt um mig eða hvernig ég virka.... eða þá hvernig þeir greyin virka heldur..
Þetta er pæling, kannski ætti ég að bjóða henni Þorgerði í einn te á Garðana og ræða þessi mál... hmmm....
gott ef ég sé ekki bara að nálgast histrionic persónuleikaröskunina eða bara jaðarpersónuleikann.. hmmm.... ofmet eigin færni og getu... sjáum til.
ég sem trúi á ástina, heilagan anda og kynlíf
er farin að sofa
siggadögg
p.s. gaman að vera komin með nýjan leynilegan kommentara...
miðvikudagur, nóvember 16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Hvur er þessi leyni kommentari, nú er ég orðin forvitin...
Blessuð farðu að fræða óharnaða unglinga um kynlíf. Það væri örugglega mjög fyndið, sé þig fyrir mér setjast á stól fyrir framan 40 krakka og byrja fræðsluna!! hehehe
Anyways er farin í 11 kafla...
aHHHH sunnsí, já ég er ekki frá því að þetta sé mín rétta köllun í lífinu..hmm..
annars er 11 kafli dauði...
ég held mig bara við klínuna þar sem ég e rnúna búin að glós 150 tölvuskrifaðarbls af glósum eða tæp 40 þús orð.... já og ég hef 2 daga til að læra undir það...
koffein töflur.....
hahaha.... go girl!!- það er náttúrulega staðfest að ég þarf að komast yfir þessar "löglegu koffíntöflur"
... þú ert rosaleg Sigga Dögg!
datt inn á síðuna þína og ferð beinustu leið í favorites ;)
Ekki leiðinleg fræðslan það, ég bíð eftir bókinni, búinn að heyra að hún verði metsölubók ;)
o_0
bríet...takk fyrir það! fæ reglulega að heyra að ég sé skrýtin, stór klikkuð eða bara spinnigal, þetta er kærkomin tilbreyting ;)
hver er svo þessi o_O....? Ég bara spyr.. voru sumir kannsi að fá sér nýtt identity??
en gaman að ykkur finnst gaman að lesa bullið mit... :) gleður lítið hjarta
Nei því miður þekkjumst við ekki, datt inná þessu síðu fyrir tilviljun og byrjaði að lesa...alltaf skemmtilegar pælingar og ágættis penni.
o_0
Hallo sigga mín. Er a einum af tessum gedfeldu netkaffihusum. Og tad er ad sjálfsogu einhver perri buin ad setjast vid hlid mer og gonir a mig sem odur. Ljosaharid... aetli tad týdi ekki lauslaeti og viltkynlif herna. Aettir ad gera konnun a harliti klammyndaleik kvenna og aliti karlmanna a honum.
Eg er algjorlega osofin en med koddafor a kynninni eftir 3 tima sefninn, var ad vinna til 7 i morgun. Rosalega tess virdi samt! Fyrsta verkefndi sem ljosmyndari. Kannski kemur tad i moggann, ef eg er heppin.
Love you lots og hlakka til morgunkaffis i hlyju úlpunum okkar a tridjudagsmorgunnin 20 des. Eftir mánud...
LL
Skrifa ummæli